Verkið er söngleikur sem byggir á Bárðarsögu Snæfellsáss. Sagan hefst í fjörunni rétt við Arnarstapa á Snæfellsnesi og endar á Grænlandi.

Hljómplatan KYLJUR komin út

Verkið er söngleikur sem byggir á Bárðarsögu Snæfellsáss. Sagan hefst í fjörunni rétt við Arnarstapa á Snæfellsnesi og endar á Grænlandi.

Verkið er söngleikur sem byggir á Bárðarsögu Snæfellsáss. Sagan hefst í fjörunni rétt við Arnarstapa á Snæfellsnesi og endar á Grænlandi.

 

Verkið var upphaflega flutt á Þjóðhátíð Snæfellinga að Búðum í júlí 1974.

 

Á plötunni eru 11 lög þar af tvö sem eingöngu eru spiluð. Höfundar laga eru: Ingvi Þór Kormáksson, Pálmi Almarsson, Alfreð Almarsson, allir frá Hellissandi og Sigurður Höskuldsson, frá Ólafsvík. Textar eru allir eftir Kristin Kristjánsson frá Bárðarbúð á Hellnum.

 

Einvala lið tónleikafólks kemur að gerð plötunnar.

 

Söngvarar eru: Regína Ósk, Heiða, Beggi í Sóldögg, Hreimur úr Landi og sonum og Friðrik Ómar.

 

Á trommur og slagverk spilar Gunnlaugur Briem, bassann plokkar Jóhann Ásmundsson, Guðmundur Pétursson sér um gítarleik og Þórir Úlfarsson spilar á orgel og píanó. Upptökum stjórnaði Addi800 og fóru þær fram i Danmörku og á Íslandi.

 

Lögin Draumar sem Heiða syngur og Förum á fund sem Heiða og Friðrik Ómar syngja eru þegar farið að heyrast á ljósvakamiðlunum og hafa vakið mikla athygli.

 

Útgefandi er Pöpull ehf. og dreifing er í höndum Músik ehf.

 

Platan er til sölu í öllum betri plötubúðum og á Dönskum dögum í Stykkishólmi hjá Jósu, Sverri, Vibby og Pálma að Ægisgötu 11. Allir sem voru á Búðum 1974 verða að eiga eintak.

                                                                                                Fréttatilkynning