Höddi með nýja rútu

Hörður Sigurðsson sjómaður er nú að skipta um starfsvettvang og hefur í því sambandi fjárfest í rútu sem hann flutti inn frá Þýskalandi og kom til landsins með Norrænu fyrir nokkrum dögum.  
    

Þeir sem þekkja Hödda vita að hann er ekki mikið fyrir að kaupa drasl, hlutirnir eiga að vera góðir og traustir og það á svo sannarlega við um nýju rútuna hans.  Hún er árgerð 2002, af gerðinni Setra sem er rollsinn í rútunum ef svo má segja og er sennilega með glæsilegri rútum landsins ef ekki sú glæsilegasta.  Því sambærilega rútu er ekki að finna hér á landi hvað gæði og útbúnað varðar, segja þeir sem til þekkja í rútubransanum.  
     Rútan tekur 50 manns í sæti og er m.a. með innbyggt klósett og ígildi eldhús þar sem hægt er að hella uppá kaffi eða aðra
drykki og flatskjái fyrir sjónvarp og svo mætti áfram telja. 
Sætin afar þægileg og nokkuð ljóst að það kemur ekki til með að væsa um farþegana hjá Herði.     
     Blaðamaður Sth.-Póstsins hitti Hödda þar sem hann var að undirbúa brottför til Reykjavíkur til að fara með rútuna í lokaskoðun.  Það var greinilegt að Höddi var þegar búinn að setja sitt einkennismark á rútuna því hún var stífbónuð og ekki rykkorn að finna.  Að sögn Harðar er ætlun hans með bílinn að fyrst og fremst að þjónusta heimamarkaðinn, að þjónusta íbúa hér og í nærsveitunum en einnig er hann í samstarfi við
GunnarHinriksson og Hópferðamiðstöðina og mun þar að
öllum líkindum m.a. koma inn í skólaaksturinn. 
    
Nú er bara að nýta sér þjónustu Harðar og ekki amalegt fyrir
hópa hér í bæ og í nærsveitum að eiga þess kost að geta leigt
sér eina af  bestu rútum landsins og án vafa  þá snyrtilegustu.

 

 

 

 

 

 

 Jón Bærings tekur út sætin