Hús rísa í Mýrinni – vantar smiði

Síðastliðinn fimmtudag var gengið frá sperrunum í seinna húsið fyrir Robert & Robert sem Sumarbústaðir ehf eru að byggja fyrir þá í Tjarnarásnum og var að sjálfsögðu flaggað að því tilefni. Robert eldri mætti með velgjörðir, diet coke og prins pólo sem smiðirnir voru að gæða sér á þegar að fréttaritara bar að. 

Þessi nokkurra daga reisugill sem haldin voru við hverja sperru í gamla daga virðast vera liðin undir lok  Þess má einnig geta að Sumarbústaðir ehf  munu svo í framhaldinu hefja framkvæmdir í Neskinninni.  En þar hafa þeir fengið úthlutað tveimur lóðum fyrir tvö fjögurra íbúða hús.  Þrjár af íbúðunum  í öðru húsinu voru þegar seldar og viðræður í gangi um sölu á þeirr fjórðu.  Einnig eru þeir í startholunum með byggingu sumarhúsa en það má segja að það eina sem hái þeim í Sumarbústöðum nú er skortur á fleiri smiðum. 

Róbert á spjalli við Þórarinn og félaga hjá Sumarbústöðum,   Ljósm.SimonSt.