Hverfafundir í Stykkishólmi

Umhverfishópur Stykkishólms fundaði á þriðjudagskvöldið á Ráðhúsloftinu og þar voru m.a. skipulagðir hverfafundir sem verða í bænum í sumar.  En slíkt var einnig gert 2004 með góðum árangri.

Menja von Schmalensee kynnti hugmyndir um hvernig hverfa-fundirnir gætu verið haldnir og hver tilgangur þeirra sé.
Ákveðið var að skipta bænum niður í hverfi á sama hátt og gert var árið 2004, en hverfaskiptingin er þessi:

Hverfi 1: Ásklif, Áskinn, Neskinn, Nestún, Búðarnes,
                Tjarnarás,  Tjarnarhólmi og Hjallatangi.  
                Hópstjórar verða Brynja Reynisdóttir, Guðmundur
                Andrésson og Elín Sigurðardóttir.

Hverfi 2: Sundabakki, Lágholt og Árnatún. 
                
Hópstjóri verður Ásgeir Gunnar Jónsson.

Hverfi 3: Silfurgata, Bókhlöðustígur, Skólastígur, Höfðagata og Hafnargata. 
                
Hópstjórar verða Högni Högnason og Páll Gíslason.

Hverfi 4: Aðalgata, Þvervegur, Laufásvegur, Víkurgata og Frúarstígur.  
                 Ekki búið að setja hópstjóra.

Hverfi 5: Skúlagata, Smiðjustígur, Austurgata, Tangagata og Ægisgata.
                  Ekki búið að setja hópstjóra.  
         
Hverfi 6: Flatirnar.  Hópstjórar verða Róbert A. Stefánsson og Auður Rafnsdóttir.

Skipuð var undirbúnings- og úrvinnslunefnd, sem mun sjá um að auglýsa hverfafundina og vinna leiðbeiningar fyrir hópstjóra, ásamt því að taka saman upplýsingar frá hópstjórum í skýrslu sem skilað verði til bæjaryfirvalda.  Nefndin mun svo verða í sambandi við bæinn við eftirfylgni málsins. Nefndina skipa: Menja von Schmalensee formaður, Brynja Reynisdóttir, Ásgeir Gunnar Jónsson, Sigurborg Sturludóttir og Högni Högnason.  Menja mun óska eftir því við Ingibjörgu Katrínu Stefánsdóttur og Daða Sigurþórsson að þau sitji einnig í þessum nefndum.  Erla mun sjá til þess að fullrúi eða fulltrúar verði frá Stykkishólmsbæ í báðum nefndunum.

Ákveðið var að hverfafundirnir verði haldnir samtímis í öllum hverfum bæjarins miðvikudaginn 24. maí nk. kl. 18:30.  Stykkishólmsbær mun standa straum af kostnaði vegna kynninga og auglýsingar á þeim. 

Vinnudagur var ákveðinn sunnudaginn 18. júní nk. og mun honum ljúka með götugrilli í hverju hverfi.  Báðar dagsetningarnar voru ákveðnar með fyrirvara um að veður verði skaplegt.

Ljósm. K.Lár