Jamie’s Star taka upp myndband

Það var líf og fjör í gamla brunaskúrnum niðri á plássi í dag.  Dynjandi rokktónlist barst úr skúrnum, sem reyndar er ekki óalgegnt því nokkrir strákar hafa fengið að æfa þar í vetur og er það vel.  Í skúrnum var hljómsveitin Jamie´s Star ásamt upptökumönnum og trylltum aðdáendum.  En hvað voru þeir félagar í Jamie’s Star að taka upp? 

   
Að sögn Bjarne Ómars Nielsen gítarleikara hljómsveitarinnar þá voru þeir félagar að taka upp myndband við lagið ,,Kill for you“ sem er eftir meðlimi hljómsveitarinnar. En auk Bjarna eru í hljómsveitinni Guðlaugur Ingi Gunnarsson sem er söngvari, Sigmar Logi Hinriksson á gítar, Örn Ingi Unnsteinsson á bassa og Rúnar Sveinsson á trommur.  Það var Jón Ragnar sem sá um að filma myndbandið en hann fengu strákarnir úr Reykjavík til verksins.  Lagið sjálft var svo hljóðritað í stúdeóinu hjá Þorvaldi Bjarna, Idoldómara með meiru.  Ætlun strákanna í Jamie’s Star er svo að koma laginu og myndbandinu í spilun og kynna það fyrir aðilinum í tónlistarbransanum.  Einnig er meiningin hjá þeim að birta það á væntanlegri heimasíðu þeirra.  Það má svo geta þess í lokin að þeir leika á tónleikum á Fimm Fiskum á morgun laugardag kl.23. 

Guðlaugur, söngvari Jamie´s Star kominn á flug