Jóhannes Finnur Halldórsson bæjarstjóraefni L-lista

L-listinn framboð félagshyggjufólks í Stykkishólmi kynnti stefnuskrá sína og það sem margir hafa beðið eftir með óþreyju, bæjarstjóraefni sitt á fundi í Fimm fiskum í dag.  Það reyndist vera Jóhannes Finnur Halldórsson sem starfaði hér sem bæjarritari á árunum 1988-1992.  

L-listaframboðið segir Jóhannes ekki tengdan nokkrum pólitískum flokki en ef það ætti einhvers staðar að tengja hann flokki eða lista þá væri það helst sjálfstæðisflokknum sagði Lárus Ástmar efsti maður á L-listanum.  Var greinilega lítið ánægður með síðustu vangaveltuskrif á vef Stykkishólms-Póstsins um að framboðið væri tengt flokkapólitík og að væntanlegt bæjarstjóraefni tengdist væntanlega framsóknarflokknum. Nánar síðar

Jóhannes Finnur