Miðvikudagur , 15. ágúst 2018

Kajakmótið Eiríkur Rauði

Hið árlega kajakmót Eiríks Rauða var sett í gær á Fimm Fiskum. Mikið af fólki er komið til að taka þátt

Hið árlega kajakmót Eiríks Rauða var sett í gær á Fimm Fiskum. Mikið af fólki er komið til að taka þátt og í morgun var haldið námskeið sem fram fór í sundlaug Stykkishólms.

Kl 13 í dag var komið að þyrlubjörgun. Þyrla landhelgisgæslunnar var komin til að kippa menn upp úr sjónum og henda þeim aftur til baka. Núna stendur yfir ferð kajakmanna og róið er yfir Steinasundið til norðurs og yfir sundin til Vaðstakkseyjar sem liggur um 4 km frá landi. Á morgun sunnudag fer fram sprettróður og veltukeppni og byrjar kl 13.

Allir eru hvattir til að mæta.

Nánari upplýsingar um dagskrá mótsins er að finna á vefnum: www.seakayakiceland.com

 

 


Fylgst með þyrlunni