Fimmtudagur , 23. nóvember 2017

Krakkar í heimsókn

Það hefur verið gaman að fylgjast með því hvað starfsfólk leikskólans hefur verið duglegt að fara með krakkana í leikskólanum í göngutúra.  Í morgun voru nokkrir krakkar úr leikskólanum að skottast á Frúartúninu að tína blóm.  Þau sögðust vera á  Bangsabæ og voru búin að tína fullt af blómum. 

Krakkarnir tylltu sér við húsvegginn í Egilsenshúsi fyrir myndatöku áður en að þau héldu áfram upp á Spító aftur.