Fimmtudagur , 23. nóvember 2017
Heldur hefur hitnað í kolunum nú síðustu daga í  kosningamálunum.  Nú hefur L-listinn boðað til opins fundar í kvöld kl. 21 í sal Hótels Stykkishólms.  Fundurinn kemur sem framhald af orðaskiptum framboðanna um fjármál bæjarsjóðs.   

L-listinn með opinn fund

Heldur hefur hitnað í kolunum nú síðustu daga í  kosningamálunum.  Nú hefur L-listinn boðað til opins fundar í kvöld kl. 21 í sal Hótels Stykkishólms.  Fundurinn kemur sem framhald af orðaskiptum framboðanna um fjármál bæjarsjóðs.   

Viðtal við Erlu bæjarstjóra í síðasta tölublaði Stykkishólms-Póstsins hleypti þessu af stað þar svaraði hún spurningu um stöðu bæjarsjóðs að 53 millj. króna halli síðasta árs stafaði að mestu af afskriftum gamalla skulda Hótelsins upp á um 40 millj.  Einnig að skuldastaða bæjarins hefði verið lækkuð um 400 millj. á síðasta ári.  Þessu tvennu og því að bærinn skuldaði minna á íbúa en önnur bæjarfélög á nesinu mótmælti bæjarstjóra efni L-lista, Jóhannes Finnur Halldórsson í dreifiriti sem framboðið bar út 24.maí.  Því dreifiriti svaraði svo D-listi í gær með dreifiriti sem framboðið bar út og er nú svo komið að frambjóðendur beggja framboða eru farnir að bera út meiri póst en starfsmenn póstsins. 
Einnig var fjallað um kosningarnar á morgunvaktinni á rás1 í Ríkisútvarpinu miðvikudaginn 24.maí þar sem einnig voru viðtöl við frambjóðendur.