Þriðjudagur , 14. ágúst 2018
Leikskólinn stígur skrefin sjö og stefnir á Grænfánann.

Leikskóli á grænni grein

Leikskólinn stígur skrefin sjö og stefnir á Grænfánann.

Leikskólinn er nú orðinn ,,Skóli á grænni grein” og hefur þar með gengið til liðs við samnefnt verkefni og stefnir að því að stíga ,,skrefin 7”. Þegar þau hafa verið stigin mun skólinn vinna til alþjóðlegrar viðurkenningar, Grænfánans, sem staðfestingu á góðum ásetningi og virku umhverfisverndarstarfi. En leikskólinn vill auka menntun og þekkingu og efla virðingu fyrir náttúru og umhverfi lands og hafs. Leikskólinn vill líka stuðla að góðri umgengni og sjálfbærri nýtingu allra auðlinda og vinna gegn hvers konar mengun og umhverfispjöllum. Það er Landvernd sem veitir þessar viðurkenningar hér á landi.

(fréttatilkynning)