Leikskólinn uppsteyptur

Skipavíkurmenn steyptu síðasta hluta loftplötunnar í nýja leikskólanum síðastliðinn 
föstudag.  Það var síðasta
steypan í burðarvirki skólans 
og við slík tækifæri voru nú 
haldin mörg og skrautleg reisu-
gillin í gamla daga. 

En það eru aðrir tímar í dag þó menn hafi fagnað áfanganum í mýrinni.  Leikskólinn er eina opinbera byggingarframkvæmdin nú og það var því við hæfi að ráðhúsfólkið fagnaði með Skipavíkurmönnum. Erla bæjarstjóri,  Þór bæjarritari og Bjarnfríður byggingafulltrúi heilsuðu upp á mannskapinn í tilefni dagsins.

 

 

 

 

Uppsteypu lokið og allir glaðir í tilefni dagsins
Kristján verkstjóri fær orðu fyrir velunnin störf frá Símoni frambjóðanda.
Slakað á í kaffistofunni í lokin, þeir punta hjá sér strákarnir.