Frá því í haust hefur í þrígang verið farið inn á gámasvæði Snoppu og átt þar við gáma.  Í einu tilvikinu var stolið munum í eigu umsjónarmanns.

Lögreglan auglýsir eftir vitnum

Frá því í haust hefur í þrígang verið farið inn á gámasvæði Snoppu og átt þar við gáma.  Í einu tilvikinu var stolið munum í eigu umsjónarmanns.

    Frá því í haust hefur í þrígang verið farið inn á gámasvæði Snoppu og átt þar við gáma.  Í einu tilvikinu var stolið munum í eigu umsjónarmanns.  Nú um síðustu helgi eða á tímabilinu kl. 16:00 á laugardaginn til kl. 09:00 á mánudagsmorguninn síðastliðinn var farið þriðja sinni inn á svæðið og spenntur upp lás á gám.  Virðist sem svo að styggð hafi komið að þeim er þarna áttu hlut að máli því engu virðist hafa verið stolið. 
     
Þeir sem hafa orðið og verða varir við óeðlilegar mannaferðir á svæðinu og þá sérstaklega um helgar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 430 4141.