Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Morgunblíða

Sem svo oft áður þá er blíðskaparveður í dag í Hólminum.  Um hálf ellefuleytið í morgun þá var farið að sjást vel hve munur flóðs og fjöru er mikill hér í firðinum þó enn hafi ekki verið komin háfjara.

Það er þó enn ekki komið stórstreymi þó það styttist í það en það verður næsta mánudag 26.júní.  Munurinn á flóði og fjöru getur orðið einna mestur hér á landi við Breiðafjörðinn eða um 4,1 metri á stórstreymi.