Narfeyrarstofa fimm ára

Það var líf og fjör á Narfeyrarstofu á laugardaginn en þá var haldið upp á fimm ára afmæli veitingahússins.  Einnig var haldið upp á hundrað ára afmæli hússins sem byggt var árið 1906.

Húsið á sér því langa sögu og hefur hýst ólíka starfsemi í gegnum tíðina eins og t.d. verslun, skrifstofu, hárgreiðslustofu, billjardstofu, skristofu, félagsmiðstöð, þarna voru franskar kartföflur kynntar fyrst í bænum í kaupfélagssjoppunni og fl. ásamt því að húsið var einnig íbúðarhús.  Það voru eigendurnir Steinunn Helgadóttir og Sæþór Þorbergsson sem buðu til afmælisfagnaðarins og buðu upp á ýmislegt matarkyns, harmonikkutóna og hestvagnaferðir og síðast en ekki síst trúbadúr einn skemmtilegan sem var þannig að fólk velti fyrir sér hvaða öld væri.

Trúbadúrinn Dean Farrell var vígalegur.