Þá liggur það ljóst fyrir hverjir urðu í sjö efstu sætunum í forvali Félagshyggjuframboðsins.  Einnig komu niðurstöður úr könnun  sem gerð var samtímis kosningunni á hvort kjósendur vildu að L-listinn tefldi fram bæjarstjóraefni í sveitarstjórnarkosningunum í maí.

Niðurstaða ljós í forvali Félagshyggjuframboðsins

Þá liggur það ljóst fyrir hverjir urðu í sjö efstu sætunum í forvali Félagshyggjuframboðsins.  Einnig komu niðurstöður úr könnun  sem gerð var samtímis kosningunni á hvort kjósendur vildu að L-listinn tefldi fram bæjarstjóraefni í sveitarstjórnarkosningunum í maí.

Afgerandi flest atkvæði fékk Lárus Ástmar Hannesson og einnig var Berglind Axelsdóttir með afgerandi kosningu í 2 sætinu í forvalinu.  En eftirtaldir sjö einstaklingar urðu í efstir í forvalinu, röðin eftir fjölda atkvæða.
                  1.  Lárus Ástmar Hannesson
                  2.  Berglind Axelsdóttir
                  3.  Davíð Sveinsson
                  4.  Sigurborg Sturludóttir
                  5.  Hreinn Þorkelsson
                  6.  Guðmundur Kristinssson
                  7.  Hilmar Hallvarðsson

Fimm manna uppstilingarnefnd mun nú taka til starfa og raða niður á væntanlegan L-lista Félagshyggjuframboðsins og verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því.
   Í forvalinu var einnig gerð könnun um leið og kosið var þar sem kjósendum gafst kostur á að merkja við hvort þeir vildu að L-listinn tefldi fram bæjarstjóraefni í sveitarstjórnarkosningunum í maí.  Einungis um helmingur kjósenda tók afstöðu í þeirri könnun og kom ekki afgerandi niðurstaða úr því að mati Félagshyggjuhópsins en um rúmlega 70 voru hlynnt því að vera með bæjarstjóraefni í kosningunum á meðan um 50 voru á móti.  Það er því ekki ljóst hvaða stefnu L-listinn tekur í bæjarstjóramálinu og vildu forsvarsmenn þar á bæ ekkert gefa út um það að svo stöddu.

Frá vinstri Hilmar,Davíð,Sigurborg,Berglind,Lárus,Hreinn,Guðmundur. LJósm.JónTorfi