Fimmtudagur , 23. nóvember 2017

Nóg að gera hjá Sumarbústöðum ehf

Það er sama hvar gripið er niður hjá iðnaðarmönnum í Stykkishólmi allstaðar er allt á fullu og nóg að gera.  Fyrirtækið Sumarbústaðir ehf hefur nú komið sér vel fyrir í bragganum gegnt bensínstöðinni.   

Að sögn framkvæmdastjórans Þórarins Sighvatssonar er fyrirtækið nú að hefja smíði á þremur sumarbústöðum sem eru um 64 fermetrar hver.  Einnig er fyrirtækið með í byggingu tvö 150 fermetra einbýlishús og að auki hefur fyrirtækið fengið úthlutað lóð fyrir tveimur húsum  við Neskinn með fjórum 75 fermetra íbúðum hvort.

Þórarinn í miðið ásamt Guðmundi Amelín og Jónatani smið