Í dag, laugardaginn 12. desember kl. 17, standa Umhverfishópur Stykkishólms og Náttúrustofa Vesturlands fyrir samverustund í Hólmgarði, Stykkishólmi, til að hvetja leiðtoga heimsins á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn til að gera sanngjarnan, metnaðarfullan og bindandi samning um aðgerðir til að draga úr loftslagsbreytingum af mannavöldum.

Notaleg samverustund í Hólmgarði

Í dag, laugardaginn 12. desember kl. 17, standa Umhverfishópur Stykkishólms og Náttúrustofa Vesturlands fyrir samverustund í Hólmgarði, Stykkishólmi, til að hvetja leiðtoga heimsins á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn til að gera sanngjarnan, metnaðarfullan og bindandi samning um aðgerðir til að draga úr loftslagsbreytingum af mannavöldum.

Í dag, laugardaginn 12. desember kl. 17,standa Umhverfishópur Stykkishólms og Náttúrustofa Vesturlands fyrir samverustund í Hólmgarði, Stykkishólmi, til að hvetja leiðtoga heimsins á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn til að gera sanngjarnan, metnaðarfullan og bindandi samning um aðgerðir til að draga úr loftslagsbreytingum af mannavöldum. Um er að ræða kjörið tækifæri fyrir börn og fullorðna að eiganotalega samverustund um leið og hugað er að velferð komandi kynslóða.

Boðið verður upp á heitan jóladrykk og piparkökur í húsi kvenfélagsins. Þátttakendur eru hvattir til að mæta klæddir eftir veðri og taka með sér kerti og góða skapið. Rætt verður óformlega um loftslagsmál eftir tilefni en að fundi loknum verða myndir og frásögn af samkomunni sendar til höfuðstöðva TckTckTck (http://tcktcktck.org/realdeal) sem munu koma skilaboðunum áfram til Kaupmannahafnar. Er hér um að ræða mikilvægt tækifæri til að sýna að almenningur lætur sér annt um loftslagsmál og þar með um velferð komandi kynslóða.

Uppákoman er hluti af alþjóðlegum viðburði sem umhverfis- og mannréttindasamtök o.fl. undir regnhlífinni TckTckTck standa fyrir í öllum heimshornum þennan dag. Vonir standa til að viðburðurinn verði einn sá allra stærsti til þessa um loftslagsmál, en þegar þetta er ritað eru 2.920 samkomur í 136 löndum þegar komnar á skrá og eiga þessar tölur eflaust eftir að hækka. Á Íslandi eru skráðar samkomur í Stykkishólmi, Borgarnesi og Reykjavík.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

                                                                                                          Fréttatilkynning