Nýi Baldur klár í heimsiglinguna

Nú er nýja ferjan að verða klár fyrir heimsiglinguna frá Hollandi.  Hún  kom úr slip í morgun og er búið að merkja hana í bak og fyrir.  Fer nú ekkert á milli mála að þarna siglir Baldur Stykkishólmi, ferjan komin með merki Sæferða á síðuna ásamt nafni viðkomustaða ferjunnar á Breiðafirði.

Áætlað er að ferjan haldi af stað frá Hollandi á föstudagskvöldið næst komandi og ræðst það af veðri á leiðinni hvenær hún er kemur í heimahöfn í Stykkishólmi.  Ef allt fer samkvæmt áætlun þá verður það væntanlega miðvikudagjnn 12.apríl.

Baldur nýkominn úr slippnum