Nýja Skipavíkurhúsið

Eins og fólk hefur tekið eftir er búið að reka niður hæla á lóðinni  á milli Hólmgarðsins og gamla Bensó.  Hælarnir marka útlínur nýja Skipavíkurhússins sem verður 450m2 að stærð á einni hæð og er það hugsað sem verslunar-  eða skrifstofuhúsnæði.  Skipavík mun nýta 250m2 af húsinu en restin verður seld.  Framkvæmdir munu svo fara á fullt á næstu dögum þegar lagnir sem liggja þar í jörðu hafa verið færðar og er áætlað að húsið verði tekið í notkun 1.september í ár.