Nýr bátur í Stykkishólmshöfn

Hann var óneitanlega rennilegur nýi báturinn þeirra Heddýar og Stjána Lár þegar hann renndi inn í höfnina í Stykkishólmi um fjögurleytið á skírdag.  Ekki skemmdi fyrir að veðrið var sem endranær, með fegursta móti, sól og heiðríkja og sléttur sjór.

  Þarna var kominn nýjasti Ársællinn og örugglega sá hraðskreiðasti líka því hann getur auðveldlega rennt sér í 30 mílurnar þegar vel viðrar.  Báturinn, sem er rúmlega ársgamall, er af gerðinni Marex Sun Cruiser og um 9 metrar á lengdina.  Sú var tíðin að Ársæll SH-88 var 60 tonna stálbátur sem stundaði hefðbundnar fiskveiðar við Breiðafjörð og lullaði sér um fjörðinn á 10 mílunum. Það er því breyttir tímar nú og kannski betur við hæfi að tala um lystibát eða snekkju, því þessi Ársæll verður nú varla mikið notaður í slorið með hvítu áklæði á sætum og öðrum fínheitum.  

Stjáni undir stýri