Fimmtudagur , 23. nóvember 2017

Og það var ljós?

Hann þótti dularfullur maðurinn með stóra stafinn sem rölti um niður í plássi á þriðjudaginn. 

Hann þótti dularfullur maðurinn með stóra stafinn sem rölti um niður í plássi á þriðjudaginn.  Hann setti stafinn niður með reglulegu millibili og laut höfði eins og á bæn.  Þóttist einhver heyra hann segja halelúja annað slagið þannig að mönnum datt í hug að hann væri að leita að réttum stað þar sem góð tenging næðist við almættið. Þegar málið var kannað þá reyndist nú fátt dularfullt vera við manninn!  Hann reyndist vera starfsmaður Verk-fræðistofu Sigurðar Thoroddsen og var hann að mæla út hæðarpunkta ofl sem nýtist arkitektum og skipulagsfræðingum við að teikna upp svæðið fyrir komandi vinnu við það í vor.  Hann tengdist með tækinu gervihnöttum (og jafnvel guði!) sem komu upplýsingum til endastöðva, þannig að hann ætti að vera með réttar tölur um holurnar og pollana tíðræddu, á planinu góða!  Því ljóst að það fara að verða síðustu forvöð að arka í pollana þar.