Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Öskudagur í Stykkishólmi

Slatti af Íþróttaálfum, Sollum, Batmönnum og Spædermönnum á sveimi í Stykkishólmi á Öskudaginn

Krakkarnir á leikskólanum voru mörg í grímubúningum á öskudaginn og mátti þar sjá margar ofurhetjurnar og prinsessurnar auk persónanna úr Latabæ. Grunnskólanemendur héldu í sína árlegu göngu um bæinn og sungu hástöfum “Til hamingju Ísland” fyrir okkur hér í Egilsenshúsi og fengu að launum góðgæti í munninn. Grímuball var síðar um daginn fyrir nemendur Grunnskólans og var eftirvæntingin mikil hjá krökkunum. Mátti einnig sjá hér og hvar um bæinn nokkra fullorðna sem laumast höfðu í búning og slógu krökkunum ekkert eftir í fyrirhöfninni við búningaval og samsetningu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum héðan og þaðan á þessum blíðviðrisdegi.