Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar fagnar því að starfsmenn rannsóknarnefndar sjóslysa verði áfram í Stykkishólmi þrátt fyrir áform um sameiningu samgöngunefnda og staðsetningu höfuðstöðva nefndarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórn lýsir ánægju yfir því að samgöngu- og sveitastjórnarráðherra sé mjög umhugað um að gæta þess að opinberum störfum verði ekki fækkað á landsbyggðinni og þakkar ráðherra fyrir að gæta hagsmuna landsbyggðarinnar í þessu tilliti.

Rannsóknanefnd sjóslysa áfram í Stykkishólmi

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar fagnar því að starfsmenn rannsóknarnefndar sjóslysa verði áfram í Stykkishólmi þrátt fyrir áform um sameiningu samgöngunefnda og staðsetningu höfuðstöðva nefndarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórn lýsir ánægju yfir því að samgöngu- og sveitastjórnarráðherra sé mjög umhugað um að gæta þess að opinberum störfum verði ekki fækkað á landsbyggðinni og þakkar ráðherra fyrir að gæta hagsmuna landsbyggðarinnar í þessu tilliti.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar fagnar því að starfsmenn rannsóknarnefndar sjóslysa verði áfram í Stykkishólmi þrátt fyrir áform um sameiningu samgöngunefnda og staðsetningu höfuðstöðva nefndarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórn lýsir ánægju yfir því að samgöngu- og sveitastjórnarráðherra sé mjög umhugað um að gæta þess að opinberum störfum verði ekki fækkað á landsbyggðinni og þakkar ráðherra fyrir að gæta hagsmuna landsbyggðarinnar í þessu tilliti.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar sendi á ríkisstjórn Íslands áskorun um hafa sanngirni að leiðarljósi og gæta þess að opinberum störfum verði ekki fækkað á landsbyggðinni. Bæjarstjórn beindi jafnframt þeirri áskorun sérstaklega til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna fyrirhugaðrar sameiningar rannsóknanefnda samgönguslysa.

Samgönguráðherra hefur nú sent Stykkishólmsbæ bréf þar sem fram kemur að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu sé mjög umhugað að gæta þess að opinberum störfum verði ekki fækkað á landsbyggðinni og hefur ávalt lagt metnað sinn í að gæta jafnræðis milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Ráðuneytið harmar þann misskilning sem virðist hafa komið upp vegna þessa máls og áréttar að ekkert standi því í vegi að núverandi starfsmenn rannsóknarnefndar sjóslysa muni áfram búa og starfa í Stykkishólmi.

Í umræðu um frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu samgöngunefnda sagði ráðherrann jafnframt að starfsmenn rannsóknarnefndar sjóslysa í Stykkishólmi gætu að sjálfsögðu áfram búið og starfað í Stykkishólmi, það er alveg klárt.