Fimmtudagur , 23. nóvember 2017

Rokhvasst á rútu

Það hefur verið vindasamt undanfarið og farþegar og bílstjórar Hópferðamið-stöðvarinnar hafa fengið að kynnast því hér á nesinu.  Í síðasta hvelli urðu bílstjórar að snúa við og hætta við ferðir og þeir bílar sem fóru af stað urðu fyrir  smá-vægilegum skemmdum.  Þetta hefur velt upp þeirri spurningu hvort Hópferðir séu ekki með einhver viðmiðunarmörk varðandi veðurhæð.  Að ekki sé lagt af stað í ferð ef vindhraði fer yfir ákveðin mörk, líkt og gert er t.d. með strætóferðir á milli Akranes og Reykjavíkur.  Stykkishólms-Pósturinn kannaði málið hjá Hópferðum og þar kom fram að bílstjórarnir á hverjum stað meti það sjálfir í samráði við framkvæmd-astjóra eða útgerðarmann fyrirtækisins hvort farið er af stað þegar veður eru tvísýn enda eru þeir í flestum tilfellum best kunnugir þeim svæðum sem þeir aki um.  Það mat byggir að sjálfsögðu á þeim veðurgögnum sem liggi fyrir en það getur þó líka verið misjafnt eftir svæðum hversu hættulegur mikill vindhraði sé.  En hjá Hópferðum er þó áhugi fyrir því að skoða það hvort ekki eigi að setja einhver hámarksmörk varðandi vindhraða eftir svæðum.