Samið um framhald siglinga Baldurs

Að því er fram kemur í eftirfarandi tilkynningu frá Sæferðum hefur nú loksins verið skrifað undir samning við Vegagerðina um framhald siglinga ferjunnar Baldurs. Samkvæmt þeim samningi mun Vegagerðin kaupa ferðir 6 daga í viku í vetraráætlun á tímabilinu frá 1. september til 31 maí og 1. september til 31. desember ár hvert, allt til 31. maí 2012.

[mynd]Nú hefur loksins verið skrifað undir samning við Vegagerðina um framhald siglinga ferjunnar Baldurs. Samkvæmt þeim samningi mun Vegagerðin kaupa ferðir í vetraráætlun sex (6) daga í viku á tímabilinu frá 1. september til 31 maí og 1. september til 31. desember ár hvert allt til 31. maí 2012. Ákveðið hefur verið í samræmi við þetta að ferðir í vetraráætlun  á laugardögum verða felldar niður.

 

Samt sem áður verða nokkrir laugardagar inni 2010, en þeir eru sem hér segir.:

1          Laugardagurinn 2. janúar.

2          Laugardagurinn 3. apríl.

3          Laugardagurinn 22. maí

4          Laugardagurinn 29. maí.

5          Laugardagurinn 4. september

6          Laugardagurinn 11. september

7          Laugardagurinn 18. desember,

 

Bent er á að samkvæmt samningnum við Vegagerðina er mögulegt að settar verði á aukaferðir á laugardögum í sérstökum tilfellum. S.s. vegna almennra samkomna, jarðarfara eða sérstakra hópferðalaga.

 

Í þessum tilfellum er best að umsókn komi í gegnum forráðamann viðkomandi sveitastjórnar þar sem tilteknar eru ástæður. Þaðan er umsóknin send til Sæferða ehf. sem koma málinu á framfæri við Vegagerðina. Best er að fyrirvari sé sem mestur. Pétur gefur frekari upplýsingar (864 8865)

 

Vetraráætlun verður óbreytt nema þegar siglt er á laugardögum. Vetraráætlun er sem hér segir.:

Frá Stykkishólmi alla daga aðra en laugardaga.        Kl.: 15:00

Frá Brjánslæk alla daga aðra en laugardaga.             Kl.: 18:00

Þegar siglt er á laugardögum, frá Stykkishólmi.          Kl.: 09:00

Þegar siglt er á laugardögum, frá Brjánslæk.              Kl.: 12:00

 

Varðandi viðkomur í Flatey að þá verða þær óbreyttar nema boðið er upp á viðkomu í Flatey  á föstudögum í suðurleið þegar farþegar þurfa að komast, ef ekki er siglt á laugardeginum næsta á eftir.

 

Sumaráætlun verður sem fyrr, þ.e. siglt alla daga frá 1. júní til 31. ágúst og tvisvar á dag frá og með 10. júní til og með 22. ágúst.

 

Vinsamlega leitið nánari upplýsinga á heimasíðu fyrirtækisins: www.seatours.is

eða í síma 433 2254

 

                                                                                                                                               Starfsfólk Sæferða