Samningur um Vatnasafn undirritaður

Það var hátíðleg stund í Amtbókasafninu í dag þegar samningur um Vatnasafn „Library of Water“ var undirritaður.  Það skemmdi ekki fyrir að veðrið og umhverfið sem blasti við út um glugga Amtbókasafnsins skartaði sínu fegursta. 

Þar með hefst formlega það ferli að flytja bókasafnið í annað húsnæði og jafnframt að hefja endurbætur á húsnæðinu fyrir nýtt hlutverk þess. 
     Að samningnum um Vatnasafnið standa Stykkishólmsbær, Samgöngráðuneytið, Menntamálaráðuneytið, listastofnunin Artangel og Roni Horn.  Samningurinn sem nær til tuttugu og fimm ára undirrituðu  Roni Horn, James Lingwood fyrir hönd Artangel , Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Erla Friðriksdóttir bæjarstjóri og Unnur Gunnarsdóttir fyrir hönd samgönguráðherra Sturlu Böðvarsson sem staddur var erlendis.   Húsnæðið verður afhent listakonunni í desember en sýningar opnaðar í maí 2007.  Meginsýningin um Vatn samanstendur af vatni úr jöklum á Íslandi og mun verða komið fyrir í súlum í útsýnisrými hússins en gólfið verður lagt eldfjallablöndu úr gúmmíi.   Nánar síðar

Roni Horn,James Lingwood,Þorgerður K.Gunnarsdóttir,Erla Friðriksdóttir og Unnur Gunnarsdóttir skrifa undir.