Sextándualdarstemning á Narfeyrarstofu á morgun!

Kontrabassaleikarinn Dean Farrel leikur á hljóðfæri sitt á morgun á Narfeyrarstofu.  Hann flytur trúbadúrdagskrá frá 16.öld og er uppáklæddur í stíl við það! 

Dean leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands á kontrabassa og hefur búið hér á Íslandi um nokkurt skeið.  Hann hefur flutt þessa dagskrá víða.