Siglingadeildin með flotbryggju

Sproti SH kom siglandi inn höfnina á þriðjudagskvöldið með flotbryggju í eftirdragi.  Hún er hluti af þeim bryggjum sem siglingadeild Snæfells fékk úr fiskeldinu í Hraunsfirði. 

Guðbrandur og félagar í siglingadeild Snæfells hafa verið duglegir við að útvega deildinni búnað til starfseminnar nú síðustu vikur.  Á þriðjudagskvöldið kom Sproti SH siglandi inn höfnina með flotbryggju í eftirdragi.  Hún er hluti af þeim bryggjum sem siglingadeild Snæfells fékk úr fiskeldinu í Hraunsfirði.  Þessi flotbryggja verður hér í  höfninni og nýtist fyrir sportsiglingafólk af öllu tagi og kemur þá til með að létta á öðrum bryggjum í höfninni..  Það á þó eftir að ganga betur frá flotbryggjunni, tengja hana betur stóru bryggjunni með brú og festa hana betur niður.

 

 

 

 

  

Hér sést lengd bryggjunnar vel
Bryggjan komin nokkurn vegin á sinn stað