Miðvikudagur , 23. janúar 2019
Þá er komið að ögurstundu fyrir Snæfellinga í úrslitakeppninni í körfuboltanum.  Sjá lýsingu.  Staðan eftir 1.leikhluta 17-12 fyrir Snæfell.

Snæfell-KR bein lýsing

Þá er komið að ögurstundu fyrir Snæfellinga í úrslitakeppninni í körfuboltanum.  Sjá lýsingu.  Staðan eftir 1.leikhluta 17-12 fyrir Snæfell.

Þriðji og síðasti leikurinn gegn KR verður í kvöld á heimavelli KR-inga í Frostaskjólinu kl.20:00.  Þeir sem komast ekki á leikinn eiga þess því miður ekki kost að sjá hann í beinni útsendingu.  Sýnarmenn völdu Birmingham-Liverpool í enska bikarnum fram yfir og sýna hann í beinni  á Sýn.  Hins vegar er hægt að sjá Snæfell – KR í beinni á Sýn Extra á digital Ísland, sem er frábært fyrir okkur sem búum fyrir utan Ártúnsbrekkuna því mikið lengra en að þeirri brekku nær sú stöð nú ekki  og er nú ekki á leiðinni á Vesturlandið fyrr en í fyrsta lagi 2007.  Það næsta sem maður kemst beinni útsendingu frá leiknum er að fylgjast með honum á vef KR-inga á slóðinni kr.is/karfa en þar verður textalýsing af leiknum.
     Nú er bara að vona að Snæfellingar hafi náð að stilla saman strengina eftir tapið sára á sunnudaginn og öruggt mál að hafi þeir einhvern tíma þurft stuðninginn þá er það núna.  Þannig að þeir sem geta þrusa sér á leikinn í rauðu og hvetja sína menn.  Snæfellsliðið er farið í bæinn í súpuna hjá mömmu hans Magna þannig að þeir verða klárir.  Hólmarar hafa svo einn af öðrum verið að týnast í bæinn, þannig að það verða ekki margir hér heima í kvöld.  Stuðningsmenn Snæfells ætla að vera mættir í DHL höllina kl.19:00 og vera klárir á pöllunum þegar leikur hefst.         ÁFRAM SNÆFELL