Nú geta allir þeir krakkar og fullorðnir í Hólminum, sem gaman hafa af siglingum, glaðst því búið er að stofna siglingadeild innan Snæfells.

Snæfell með siglingadeild

Nú geta allir þeir krakkar og fullorðnir í Hólminum, sem gaman hafa af siglingum, glaðst því búið er að stofna siglingadeild innan Snæfells.

Topper Topaz Race Það er Guðbrandur Björgvinsson  sem fer þar fremstur í flokki ásamt Sigurjóni Jónssyni, báðir miklir áhugamenn um skútusiglingar.  Þeir hafa nú gengið frá kaupum á 4 nýjum Topper Topaz Race bátum og jafnframt eru þeir að leita að notuðum Optimist bátum.  Þeir bynda vonir við að geta fengið slíka báta fljótlega því nokkrir klúbbar eru að endurnýja hjá sér báta.   Meiningin er svo að koma upp siglingaaðstöðu í Vogsbotni og vera þar með námskeið þegar öll tilskilin leyfi til þess hafa verið fengin.  Áætla þeir félagar að fara af stað með fyrsta námskeiðið ekki seinna en um miðjan júni, en áður þarf að senda þá á námskeið sem koma til með að starfa við námskeiðin. 
    Kynningarfundur um deildina verður haldinn á Fimm Fiskum á sunnudaginn 30.apríl og eru áhugasamir Hólmarar hvattir til að mæta.