Ljósmyndir:http://www.bakkenbears.com/default.asp?id=618Þá er það komið á hreint og staðfest að úrvalsdeildarlið Snæfells í körfuknattleik karla, hefur skrifað undir tveggja ára samning við bandarískan þjálfara.  Það er jafnframt ljóst að Daði Siguþórsson formaður stjórnar meistaraflokks Snæfells hefur spilað vel úr þeirri stöðu sem kom upp við brotthvarf Bárðar Eyþórssonar. 

Snæfellingar búnir að ráða þjálfara.

Ljósmyndir:http://www.bakkenbears.com/default.asp?id=618Þá er það komið á hreint og staðfest að úrvalsdeildarlið Snæfells í körfuknattleik karla, hefur skrifað undir tveggja ára samning við bandarískan þjálfara.  Það er jafnframt ljóst að Daði Siguþórsson formaður stjórnar meistaraflokks Snæfells hefur spilað vel úr þeirri stöðu sem kom upp við brotthvarf Bárðar Eyþórssonar. 

Nýi þjálfarinn heitir Geof Kotila er 47 ára gamall og á glæstan þjálfaraferil að baki. Samkvæmt heimasíðu Bakken Bears þá hóf hann þjálfunarferil sinn 24 ára gamall sem þjálfari Michigan Tech University.  Þannig að um mjög reyndan þjálfara er að ræða.  Geof hefur síðastliðin 10 ár búið í Danmörku þar sem hann þjálfaði ekki ómerkari lið en Horsens IC og nú síðast Bakken Bears í Árósum.  Á þjálfunarárum sínum í Danmörku vann hann 3 meistaratitla, tvisvar var lið hans í öðru sæti, fimm sinnum var lið hans í úrslitum bikarsins og þar af vann hann þrisvar.
  Geof er giftur og á tvö ung börn og mun hann að sjálfsögðu koma með fjölskylduna með sér. Gert er ráð fyrir að kappinn hefji störf þann 1. júlí næstkomandi.