Þriðjudagur , 14. ágúst 2018

Snæfellingar hlaupa til fjár

Snæfell er í góðu samstarfi við Víking Ólafsvík og Reyni Hellisandi í fótboltanum en félögin eru með sameiginleg lið í keppni í 5.6.og 7.flokki.  Þessir krakkar hlupu áheitahlaup í dag frá Ráðhúsinu í Stykkishólmi og að Ráðhúsinu í Snæfellsbæ í Röst á Hellisandi. 

 Krakkarnir úr Snæfelli hlupu í Grundarfjörð og þar tóku krakkarnir úr Snæfellsbæ við og hlupu að Ráðhúsinu á Hellisandi.  Í hlaupinu báru krakkarnir orðsendingu á milli bæjarstjóranna Erlu Friðriksdóttur í Stykkishólmi og Kristins Jónassonar í Snæfellsbæ.  Hlaupið gekk vel og samkvæmt áætlun og voru krakkarnir komnir í Grundarfjörð kl.13 og áætlaður komutími að Ráðhúsinu á Hellisandi var kl.17.  Þegar þetta er skrifað þá er ekki vitað hvort orðsending sú sem Erla bæjarstjóri hvíslaði í eyra fyrsta hlauparans kl.9 hefði skilað sér rétt alla leið en krakkarnir áttu að leggja hana á minnið og síðasti hlauparinn svo að skila orðsendingunni til Kristins bæjarstjóra við Ráðhúsið á Hellisandi.

Fyrst þarf að gera bílana klára.
Menn bara orðnir nokkuð sáttir og komnir með kaffbollann í hægri.
Snjólfur ekki alveg að ná skilaboðunum.
Nú er Snjólfur búinn að ná þessu.
Þá er bara að leggja í hann. Fyrst hljóp allur hópurinn upp í íþróttamiðstöð þar sem fleiri biðu.
Snjólfur tók fyrsta sprett út úr bænum í öruggri fylgd.