Spennandi Mýri

Það er ekki minni ,,aksjón“ í Mýrinni í Hólminum en í Mýri þeirra Baltasars og Arnaldar Indriða.  Þorrablótsnefndin gerði mannlegu dramatíkinni skil á eftirminnilegan hátt á Þorrafagnaðinum í febrúar.

Þar kom vel fram að það er ,,allt að gerast í Mýrinni“  þó við þessi sem ekki búum þar verðum ekki mikið vör við fjörið hjá íbúum Mýrarinnar þá kraumar greinilega fjörið þar undir.  En við sjáum hins vegar að húsin eru enn að fjúka þar upp og leikur Skipavík þar aðalhlutverkið sem aðalverktaki.  Nú eru það þeir feðgar Róbert Jörgensen og Róbert yngri sem eru komnir af stað með sín hús og  einnig var lokið við að steypa loftplötuna í nýja leikskólanum í síðustu viku.

Ljósm.Símon Sturluson