Fimmtudagur , 23. nóvember 2017
Mánudaginn 19. júní boðaði áhugafólk um félagshyggjuframboð í Stykkishólmi, L-listinn til formlegs stofnfundar um samtök í kringum framboðið. 

Stofnfundur bæjarmálafélags

Mánudaginn 19. júní boðaði áhugafólk um félagshyggjuframboð í Stykkishólmi, L-listinn til formlegs stofnfundar um samtök í kringum framboðið. 

Mánudaginn 19. júní boðaði áhugafólk um félagshyggjuframboð í Stykkishólmi, L-listinn til formlegs stofnfundar um samtök í kringum framboðið.  Fundurinn var haldinn á Fimm fiskum og var mæting góð.  Í stjórn voru kosin: formaður Björgvin Ólafsson, gjaldkeri Elín Bergmann, ritari, Ingveldur Eyþórsdóttir, meðstjórnendur Jón Torfi Arason og Elín Pálsdóttir. Góður hugur var í fundarmönnum og mun framboðið leitast við að þjónusta bæjarbúa eins og kostur er.  Fundurinn vill koma á framfæri þakklæti til Jóhannesar Finns Halldórssonar fyrir hans aðkomu að framboði L-listans.  Þeir sem ekki komust á fundinn en hafa hug á að ganga í bæjarmálafélagið er bent á að hafa samband við Ingveldi Eyþórsdóttur í síma: 438-1077.  Stjórn félagsins mun nota sumarið til móta hugmyndir að starfsemi félagsins og blása til fundar og starfs á hausti komanda.