Fimmtudagur , 23. nóvember 2017

Stóra upplestrarkeppnin

Á mánudagskvöldið 27.febrúar var hin árlega upplestrarkeppni Grunn-skólans haldin í kirkjunni. Keppnin er hluti af hinni svo kölluðu Stóru upplestrar-keppni grunnskólanna sem hefst alltaf formlega á degi íslenskrar tungu 16. nóvem-ber hvert ár.  Keppnin er ætluð krökkum í 7.bekk og felst í því að þau lesa upp ljóð og sögukafla fyrir dóm-nefnd sem velur svo úr þá nemendur sem best tekst upp.  Þeir nemendur sem báru sigur úr bítum á mánu-daginn voru Berglind Gunnarsdóttir, Jónína Riedel og Sylvia Ösp Símonardóttir og þær munu keppa fyrir skólann í Snæfellsnes-keppninni sem fer fram í Ólafsvík 15.mars.