Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Nú stefnir í það að Stykkishólmsbær fari í samstarf við Ungmennafélag Íslands um ráðningu starfsmanns sem verður með 50% stöðu sem  íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í Stykkishólmi og 50% stöðu sem svæðisfulltrúi UMFÍ á Vesturlandi. 

Stykkishólmsbær og UMFÍ í samstarf

Nú stefnir í það að Stykkishólmsbær fari í samstarf við Ungmennafélag Íslands um ráðningu starfsmanns sem verður með 50% stöðu sem  íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í Stykkishólmi og 50% stöðu sem svæðisfulltrúi UMFÍ á Vesturlandi. 

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 9.nóvember að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við UMFÍ um stöðuna og mun UMFÍ sjá um ráðningu í starfið í samráði við Stykkishólmsbæ.