Miðvikudagur , 15. ágúst 2018

Stykkishólmshöfn fær Bláfánann

Bæjarbúar og þá ekki hvað síst starfsmenn Stykkishólmshafnar geta verið stoltir af höfninni því fjórða árið í röð stóðst höfnin ítrustu kröfur sem settar eru til að hljóta Bláfanann.  Þann 9.júní kom fullrúi Landverndar og afhenti Stykkishólmshöfn formlega Bláfánann fyrir árið 2006. 

    Bláfáninn er alþjóðlegt merki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis hafna og baðstranda.  Bláfánann hljóta þeir einir sem leggja sig fram um að bæta gæði og þjónustu stranda og smábátahafna og stuðla að verndun umhverfis.  Það var Rannveig Thoroddsen frá Landvernd sem afhenti fánann og tóku Símon Sturluson formaður hafnarnefndar, Hrannar Péturson hafnarvörður og Erla Friðriksdóttir bæjarstjóri fánananum fagnandi.

Símon Sturluson, Hrannar Pétursson, Erla Friðriksdóttir og Rannveig Thoroddsen búa sig undir að hífa upp fánann.