Fimmtudagur , 23. nóvember 2017
Við höldum áfram að fylgjast með aðsókninni í sundlaugina og það stefnir allt í það að þetta ár verði metár.

Sundlaugargestum fjölgar enn

Við höldum áfram að fylgjast með aðsókninni í sundlaugina og það stefnir allt í það að þetta ár verði metár.

Stöðug fjölgun er í hverjum mánuði hjá bæjarbúum þannig að spurningin er nú bara hvort sama aukning verði hjá ferðamönnum lauginni þegar ferðamannatíminn fer í gang. 

     Marsmánuðurinn sem var að líða reyndist sá besti hjá sundlauginni frá opnun hennar.  Gestum fjölgaði um 295 frá því í fyrra úr 2596 í 2891 nú í mars.  Þannig að gestir þessa fyrstu þrjá mánuði ársins eru þá orðnir 7060 en voru á sama tíma síðasta ár 5786.