Þriðjudagur , 14. ágúst 2018

Tap gegn Skallagrími

Snæfell tapaði í kvöld 5-0 gegn Skallagrími á heimavelli. Það var markalaust í hálfleik

Snæfell tapaði í kvöld 5-0 gegn Skallagrími á heimavelli. Það var markalaust í hálfleik og í seinni hálfleik komu Skallagrímsmenn hreinlega betur stemmdir til leiks. Þrátt fyrir mörg góð marktækifæri Snæfells, tókst þeim ekki að koma boltanum yfir marklínuna. Þetta var annar leikur Snæfells á Íslandsmeistaramótinu en sá næsti er á þriðjudaginn á Stykkishólmsvelli á móti Kára frá Akranesi.

Snæfell eru nýbúnir að fá nýja búninga og keppt var í þeim í kvöld. Aðal styrktaraðilar þeirra eru Kb banki með merki framan á búningunum og Narfeyrastofa sem eru aftan á stuttbuxunum.

Aftari röð frá vinstri; Kristján, Ísak Már, Mattías, Sveinn Arnar, Högni, Villi, Siggi Már, Steinar og Trausti Neðri röð frá vinstri; Bjarne Ómar, Gunnlaugur fyrirliði, Baldvin, Róbert þjálfari, Siggi Örn og Páll