Nú um helgina unnu Baldur og félagar hjá Berglín ehf. við að keyra efni í nokkrar flatir á á Víkurvelli, golfvelli golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi.

Unnið við golfvöllinn

Nú um helgina unnu Baldur og félagar hjá Berglín ehf. við að keyra efni í nokkrar flatir á á Víkurvelli, golfvelli golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi.

Er það hluti af stærri framkvæmdum sem miða að því að taka upp nokkrar flatir og vinna þær upp á nýtt ásamt því að settar verða nýjar holur.  Stykkishólmsbær samþykkti í október í fyrra að leggja til  18 milljónir króna í endurbætur á golfvellinum á næstu árum og byggja upp völlinn í endanlegri mynd.  Í þeim samningi var gert ráð fyrir að framkvæmdum lyki síðsumars 2008 og standast þær áætlanir enn.  Er það mat golfvallaspekinga að þá verði Víkurvöllur á meðal bestu 9 holu golfvalla landsins.  Það er allavega víst að þau eru ekki mörg bæjarfélögin sem hafa golfvöll nánast í miðju bæjarins í mínútu göngufæri frá tjaldstæði og Hóteli.  Það liggja því gríðarleg tækifæri í golfvellinum fyrir ferðþjónustu í Stykkishólmi.  Einnig eru hugmyndir um að samnýta starfsmenn golfvallarins og tjaldstæðisins með því næðist heilsdagsþjónusta á tjaldstæðinu og golfvellinum á sumrin. 

Unnið við flöt fyrir neðan golfskálann