Það ætti ekki að væsa um ferðamenn á Vesturlandi um Hvítasunnuna. Allt frá Hvalfirði upp um Borgarfjarðarhérað og vestur um Snæfellsnes og Dali verður heilmikið að gerast
Það ætti ekki að væsa um ferðamenn á Vesturlandi um Hvítasunnuna. Allt frá Hvalfirði upp um Borgarfjarðarhérað og vestur um Snæfellsnes og Dali verður heilmikið að gerast.
15 ferðaþjónustuaðilar, sem starfa saman undir heitinu All Senses Awoken Upplifðu allt á Vesturalndi, standa fyrir ýmsum uppákomum og kynna starfsemi sína í leiðinni. Öll fjölskyldan getur fundið eitthvað við sitt hæfi og mörg góð tilboð bjóðast í veitingum og afþreyingu.
Það má nefna gönguferðir að nóttu og degi, hvalaskoðun og siglingar, tónleika, sögustundir, myndlistarsýningar, ratleiki, Sveitafitness. ofl. Víða á ferðaþjónustustöðum á Vesturlandi er að finna veggspjöld með nánari útlistun á dagskránni og sömuleiðis á heimasíðum fyrirtækjanna 15. En þau eru talin í landfræðilegri röð Hótel Glymur í Hvalfirði, Ferðaþjónustan Hvanneyri, Fossatún, Snorrastofa í Reykholti, Frístundabyggðin að Borgum Borgarfirði, Eríksstaðir, Sæferðir ehf, Hótel Framnes Grundarfirði, H-Hús í Ólafsvík, Hótel Ólafsvík, Hótel Hellnar, Ensku húsin við Langá, Landnámssetur í Borgarnesi, Hótel Hamar við Borgarnes og golfvellirnir á Akranesi, Suður-Bár í Grundarfirði og í Borgarnesi. Einnig er hægt að leita upplýsinga á www.west. is
Það er full ástæða til að hvetja landsmenn alla til að gera sér ferð á Vesturland og upplifa allt sem það hefur upp á að bjóða.
Nánari upplýsingar veitir
Þórdís G. Arthursdóttir,
GSM 895 1783