Það ætti ekki að væsa um ferðamenn á Vesturlandi um Hvítasunnuna. Allt frá Hvalfirði upp um Borgarfjarðarhérað og vestur um Snæfellsnes og Dali verður heilmikið að gerast

Upplifðu Vesturland um Hvítasunnuna

Það ætti ekki að væsa um ferðamenn á Vesturlandi um Hvítasunnuna. Allt frá Hvalfirði upp um Borgarfjarðarhérað og vestur um Snæfellsnes og Dali verður heilmikið að gerast

Það ætti ekki að væsa um ferðamenn á Vesturlandi um Hvítasunnuna. Allt frá Hvalfirði upp um Borgarfjarðarhérað og vestur um Snæfellsnes og Dali verður heilmikið að gerast.

15 ferðaþjónustuaðilar, sem starfa saman undir heitinu All Senses Awoken – Upplifðu allt á Vesturalndi, standa fyrir ýmsum uppákomum og kynna starfsemi sína í leiðinni. Öll fjölskyldan getur fundið eitthvað við sitt hæfi og mörg góð tilboð bjóðast í veitingum og afþreyingu.

Það má nefna gönguferðir að nóttu og degi, hvalaskoðun og siglingar, tónleika, sögustundir, myndlistarsýningar, ratleiki, Sveitafitness. ofl. Víða á ferðaþjónustustöðum á Vesturlandi er að finna veggspjöld með nánari útlistun á dagskránni og sömuleiðis á heimasíðum fyrirtækjanna 15. En þau eru talin í landfræðilegri röð Hótel Glymur í Hvalfirði, Ferðaþjónustan Hvanneyri, Fossatún, Snorrastofa í Reykholti, Frístundabyggðin að Borgum Borgarfirði, Eríksstaðir, Sæferðir ehf, Hótel Framnes Grundarfirði, H-Hús í Ólafsvík, Hótel Ólafsvík, Hótel Hellnar, Ensku húsin við Langá, Landnámssetur í Borgarnesi, Hótel Hamar við Borgarnes og golfvellirnir á Akranesi, Suður-Bár í Grundarfirði og í Borgarnesi. Einnig er hægt að leita upplýsinga á www.west. is

Það er full ástæða til að hvetja landsmenn alla til að gera sér ferð á Vesturland og upplifa allt sem það hefur upp á að bjóða.

 

Nánari upplýsingar veitir

 

Þórdís G. Arthursdóttir,

GSM 895 1783

Smellið hér til að sjá dagatalið