Þeir hafa vafalaust verið margir í Stykkishólmi sem hrukku við nú í morgunsárið þegar þeir skrúfuðu frá vatninu hjá sér.  Fruss og læti í krönunum og skítugt vatn kom úr þeim.

Vatnið tekið af í nótt

Þeir hafa vafalaust verið margir í Stykkishólmi sem hrukku við nú í morgunsárið þegar þeir skrúfuðu frá vatninu hjá sér.  Fruss og læti í krönunum og skítugt vatn kom úr þeim.

Ástæðan var sú að vatnið var tekið af í nótt á milli 1 og 3 því færa þurfti vatnslagnirnar úr grunninum í nýja Skipavíkurhúsinu á Aðalgötunni.  Sú framkvæmd tókst vel þannig að allt er í fína með vatnið en svolítið loft og óhreinindi koma alltaf í lagnirnar við svona aðgerðir.  En það hverfur þegar vatnið hefur verið látið renna um stund eins og væntanlega flestir hafa tekið eftir.