Vatnslaust um tíma í Stykkishólmi

Vatnslaust varð í Stykkishólmi laust eftir kl.11 í morgun er heimæðin inn í bæinn var tekin í sundur rétt neðan við Hamraenda. Það var verktaki sem var að vinna við nýju affallslögnina sem hjó í þá gömlu með þeim afleiðingum að gat kom á lögnina. Starfsmenn Orkuveitunnar hófu þegar viðgerð sem tafðist þó sökum þess að mikið vatn var í lögninni og mikið rann úr henni eftir að skrúfað hafði verið fyrir hana. Það tók því tíma að komast að biluninni. Viðgerð er nú lokið og vatn var komið á að nýju rétt eftir kl.14.