Velheppnuð skíðaferð

Krakkarnir í 7.bekk komu heim í gær eftir velheppnaða skíðaferð til Dalvíkur. Þangað fóru þau seinnipart síðastliðins sunnudags og áttu mjög fína daga á Dalvík. Sjá myndir úr ferðinni hér.

Að sjálfsögðu fór mestur tíminn í skíðin og brettin en einnig var ýmislegt annað gert sér til skemmtunar. Krakkarnir á Dalvík skelltu t.d. upp leiksýningu.  Einnig var haldið sundlaugardiskó, skíðadiskó og fleira og fleira ásamt því að „chilla“ í skíðaskálanum.

En þegar heim var komið seinnipartinn í gær höfðu krakkarnir tæpan klukkutíma til að gera sig klár fyrir árshátíð 7.-10.bekkja Grunnskólans. Hún var á tveimur stöðum, veislumatur í Félagsheimilinu og svo fór hópurinn í Félagsmiðstöðina X-ið og skellti sér á ball.

Allur hópurinn samankominn við heimkomuna.