Eldur í Stykkishólmi

Slökkvilið var kallað út að íbúðarhúsi á Skúlagötu í Stykkishólmi laust eftir kl. 13.

Kviknað hafði í en skjótt gekk að ráða niðurlögum eldsins. Komið var í veg fyrir að eldurinn dreifðist um húsið.

Talið er að kviknað hafi út frá eldavél, miklar skemmdir eru í eldhúsi og talsverðar reykskemmdir í íbúðinni. Rannsókn fer nú fram til að komast að eldsupptökum.

Engin slys urðu á fólki.

Húsnæðið er gistiheimili og var mannlaust þegar slökkviliði bar að garði.

Mynd: Ægir Jóhannsson