Elliðaey komin í Stykkishólm

Nýr farþegabátur kom í Stykkishólmshöfn í síðustu viku. Það er fyrirtækið Hulda Hildibrands ehf sem fest hefur kaup á Sómabát sem rúmar 19 farþega. Báturinn kemur frá Hofsósi og hét áður Súla. Fyrirtækið hefur boðið upp á skemmtiferðir um Breiðafjörðinn s.l. ár og bætir nú þessum bát við skipastól sinn.  Vel lítur út með bókanir næsta sumar hjá fyrirtækinu og við það að bæta við öðrum bát aukast möguleikar á frekari sjóstangarferðum á minni bátnum, Austra, til muna. Reiknað er með að starfsmannafjöldi aukist eitthvað hjá fyrirtækinu á nýju ári. Áætlunarferðir fara af stað 1. apríl á næsta ári.

am/frettir@snaefellingar.is