Engar skemmdir á mannvirkjum

Búið er að ráða niðurlögum sinueldsins sem geisaði á sunnanverðu Snæfellsnesi í gær, fimmtudag.

Um 15 hektara svæði varð eldinum að bráð en betur fór en á horfðist því engar skemmdir urðu á fólki eða húsum en um stund óttuðust menn að gróðrastöðin að Lágafelli væri í hættu.

Slökkvilið frá Stykkishólmi, Grundarfirði, Borgarbyggð börðust við eldinn ásamt bændum á svæðinu sem beittu haugsugum sínum til að bleyta í sinunni. Mikill vindur var á svæðinu og gekk erfiðlega að slökkva.

Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá logandi vindlingi sem kastað hefur verið úr bíl á ferð.