Fasteignamat hækkar um land allt

Fasteignamat á óbyggðar lóðir og lönd hækka um 270,9% í Eyja- og Miklaholtshreppi.

Þjóðskrá Íslands hefur nú birt nýtt fasteignamat fyrir árið 2018. Samkvæmt því hækkar heildarmat fasteigna á landinu um 13,8% frá yfirstandandi ári og verður 7.288 milljarðar króna.

Fasteignamatið hækkar á 98,3% eigna en lækkar á 1,7% eigna frá fyrra ári.

Fasteignamat skapar grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda og er stofn fasteignagjalda og erfðafjárskatts. Matið er einnig notað sem viðmið í ýmsum tilgangi, s.s. fjárhæð stimpilgjalds vegna þinglýsingar kaupsamnings. Lánastofnanir sumar hverjar miða veðhæfni fasteigna við ákveðið hlutfall af fasteignamati.

Heildarfasteignamat á Vesturlandi hækkar um 14%.

Í Stykkishólmi hækkar mat á allar eignir um 8,9%.

 • Íbúðarhúsnæði hækka um 6,1% (sérbýli um 5,8% og fjölbýli um 10,5%)
 • Frístundabyggð hækkar um 81,5%
 • Atvinnueignir hækka um 13,8%
 • Stofnanir og samkomustaðir hækka um 9,4%
 • Jarðir hækka um 5,5%
 • Óbyggðar lóðir og lönd hækka um 12,1%
 • Aðrar eignir hækka um 9,3%

Í Grundarfirði hækkar mat á allar eignir um 7,7%.

 • Íbúðarhúsnæði hækka um 6,1% (sérbýli um 6,6% og fjölbýli um 3,3%)
 • Frístundabyggð hækkar um 71,1%
 • Atvinnueignir hækka um 5,2%
 • Stofnanir og samkomustaðir hækka um 9,9%
 • Jarðir hækka um 4,1%
 • Óbyggðar lóðir og lönd hækka um 30,2%
 • Aðrar eignir hækka um 8,3%

Í Snæfellsbæ hækkar mat á allar eignir um 9,7%.

 • Íbúðarhúsnæði hækka um 8,8% (sérbýli um 10,2% og fjölbýli lækka um -1,6%)
 • Frístundabyggð hækkar um 41,2%
 • Atvinnueignir hækka um 4,9%
 • Stofnanir og samkomustaðir hækka um 4,8%
 • Jarðir hækka um 3,9%
 • Óbyggðar lóðir og lönd hækka um 32,1%
 • Aðrar eignir hækka um 5,4%

Í Helgafellssveit hækkar mat á allar eignir um 17,9%.

 • Íbúðarhúsnæði hækka um 3,8%
 • Frístundabyggð hækkar um 62,3%
 • Atvinnueignir hækka um 4,8%
 • Stofnanir og samkomustaðir hækka um 4,8%
 • Jarðir hækka um 3,9%
 • Óbyggðar lóðir og lönd hækka um 130%
 • Aðrar eignir hækka um 5,1%

Í Eyja- og Miklaholtshreppi hækkar mat á allar eignir um 12,7%.

 • Íbúðarhúsnæði hækka um 3,6% (sérbýli um 3,5% og fjölbýli um 4,1%)
 • Frístundabyggð hækkar um 55,7%
 • Atvinnueignir hækka um 4,9%
 • Stofnanir og samkomustaðir hækka um 5,5%
 • Jarðir hækka um 3,8%
 • Óbyggðar lóðir og lönd hækka um 270,9%
 • Aðrar eignir hækka um 4,9%

Fasteignamat eftir sveitarfélögum og tegundum eigna má sjá hér.