Ferðamenn sækja í Kvíabryggju

Afleggjarinn. Mynd fengin af Facebook síðu Afstöðu

Kirkjufellið er án efa einn vinsælasti ferðamannastaður á Snæfellsnesi, þó víðar væri leitað.
Mikil bílaumferð liggur allt árið um kring að Kirkjufellsfossi þar sem ferðamenn reyna að ná sem bestum myndum af tignarlegu fjallinu.
Vestan við fjallið er Kvíbryggja, opið fangelsi. Þar hefur það gerst að erfiðara er að halda ferðamönnum frá fangelsinu en föngum inni.

Vísir greinir frá að Vegagerðin hafi komið upp skilti við afleggjarann að fangelsinu til að koma í veg fyrir komu ferðamanna að fangelsinu. Þeir komi þangað til þess að skoða Kirkjufellið frá öðru sjónarhorni.

Í fréttinni kemur fram að nánast daglega þurfi að vísa ferðamönnum frá og dæmi séu um að heilu rúturnar mæti. Þetta hefur ekki skapað vandræði en yfirvöld vilja að fangar fái frið frá ágangi ferðamanna.

Hér má lesa pistil um skiltið á Facebook síðu Afstöðu, félags fanga.