Fiskverkunarfólk á námskeiði

Fiskverkunarfólk í Snæfellsbæ hefur ekki setið auðum höndum þó minna hafi verið um vinnu vegna sjómannaverkfallsins. En Símenntunarmiðstöð Vestur­lands í samvinnu við Fisk­tækniskóla Suðurnesja hefur staðið fyrir Grunnnámskeiði fyrir fiskvinnslufólk undanfarið. Komu kennarar bæði frá Fisk­tækniskólanum og af Snæfellsnesi, auk þess sem nokkrir túlkar komu að verkefninu.

Námskeiðið sem þetta er ætlað þeim er starfa við verkun og vinnslu á sjávarafla, það er flakavinnslu, frystingu, söltun, skreiðaverkun, rækju og skelvinnslu. Er markmiðið með námskeiðum eins og þessu að auka þekkingu þátttakenda á vinnslu sjávarafla og meðferð hans. Allt frá veiðum og á borð neytandans. Námskeiðinu er einnig ætlað að auka og styrkja faglega hæfni og var námið kennt á dagtíma og innihélt 13 námsþætti.

Var meðal annars farið yfir fiskvinnslu, veiðar og markaðsmál, vinnustöðu og líkamsbeitingu, öryggi á vinnustöðum, hreinlæti og gerlagróður, innra eftirlit og samskipti á vinnustað, skyndi­hjálp, umhverfismál og ábyrgar fiskveiðar ásamt meðferð og gæðum matvæla frá veiðum til vinnslu. Tveimur námskeiðum er lokið og eitt stendur yfir en á þessum námskeiðum voru 62 nemendur. Voru 24 frá KG­ fiskverkun, 17 frá Valafelli og hafa þau lokið sínum nám­skeiðum en nú stendur yfir nám­ skeiðhjá Sjávariðjunni og eru þar 21 starfsmaður, áður hefur verið sagt frá sambærilegum námskeiðum sem haldin voru í Grundarfirði. Námskeið sem þetta eru mjög nauðsynleg fyrir alla þá sem starfa að fiskvinnslu enda eru þau sniðin sérstaklega að þörfum fiskvinnslufyrirtækja og starfsfólki þess. En kennt er samkvæmt námskrá sem gefin er út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og viðurkennd af mennta­ og menningarmálaráðuneytinu.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli